Græn kirkja í Árbænum

11. október 2019

Græn kirkja í Árbænum

Árbjæjarkirkja vafin grænum gróðri

Umhverfismálin eru mál málanna í dag. Kirkjan lætur þau sig skipta miklu máli.

Þegar söfnuður nær að ljúka 25 atriðum sem hann velur úr verkefnaheftinu: Græni söfnuðurinn okkar, fær hann viðurkenningu og vottun um að vera sannarlega grænn söfnuður.

Árbæjarkirkja í Reykjavík er fyrsti söfnuðurinn sem kemst í þennan flokk og fékk viðurkenningu frá umhverfisnefnd þjóðkirkjunnar fyrir að vera „Grænn söfnuður“.

Starfsfólk og söfnuður sýndu mikinn samhug og samvinnu í græna ferlinu og uppfyllti í raun og veru fleiri þætti en þessa 25 sjálfvöldu. „Grænn“ þráður í verkinu felst í því að sýna í verki umhyggju fyrir sköpunarverkinu í boðun og starfi.

Það var sr. Halldór Reynisson, formaður umhverfisnefndar þjóðkirkjunnar, sem afhenti starfsfólki Árbæjarkirkju viðurkenninguna 8. október s.l.

Árbæjarkirkjufólkið segir að á engan sé hallað þótt dregið sé fram að Arngerður Jónsdóttir, öldrunarfulltrúi, hafi borið höfuð og herðar í hinu græna ferli kirkjunnar.

Kirkjan.is óskar Árbæjarkirkju til hamingju með viðurkenninguna!

Sjá: Græni söfnuðurinn okkar

Á myndinni frá vinstri eru. sr. Þór Hauksson,
Sigrún Jónsdóttir formaður sóknarnefndar,
Ingunn Björk Jónsdóttir djákni,
Arngerður Jónsdóttir, öldrunarfulltrúi og
sr. Halldór Reynisson, form. umhverfisnefndar þjóðkirkjunnar.
Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir og Anna Ingvarsdóttirr,
kirkjuvörður, voru fjarverandi þegar myndi var tekin.
Myndina tók Kristina K. Szklenár, organisti.
.


  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Trúin

  • Menning

  • Menning

  • Samfélag

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði